Næsti sýningarstjóri Sequences er Daría Sól Andrews
Sýningarstjóri Sequences XII; Daría Sól Andrews Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. – 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar. Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og starfar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 lauk hún námi sem Curatorial Fellow í The Witney Independent […]
Listamenn, listrænt þema og titill „Get ekki séð“
Listahátíðin Sequences verður haldin í ellefta skipti dagana 13-22 október í Reykjavík og ber að þessu sinni yfirskriftina „Get ekki séð“ (e. Can’t See). Titill hátíðarinnar er fenginn úr verki eftir eistneska listamanninn Edith Karlson sem tekur þátt í hátíðinni og vísar í þá óvissu sem við lifum við í nútímasamfélagi og getuleysi (eða viljaleysi) til […]
Næstu sýningastjórar Sequences eru Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk og Sten Ojavee.
Sýningastjórahópur Sequences XI; Marika, Maria, Kaarin og Sten frá CCA, Eistlandi Í október 2023 fer myndlistarhátíðin Sequences fram í ellefta sinn. Sýningastjórar hátíðarinnar eru Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk og Sten Ojavee. Þau starfa að staðaldri saman við myndlistamiðstöðina CCA sem er staðsett í Tallinn, Eistlandi. Sýningastjórahópurinn var tilnefndur í kjölfar valferlis eftir […]
Kominn tími til
Tíunda Sequences myndlistarhátiðin verður sett í dag þegar gjörningurinn Sköpunarsögur eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur verður fluttur í Veröld – Húsi Vigdísar kl. 17:00. Að því loknu tekur við fjölbreytt dagskrá víða um borg og út á landsbyggðna. Hátíðin stendur til 24.október. Hópur listamanna hefur unnið ný verk fyrir Sequences X – Kominn tími til enda er eitt af markmiðum […]
<i>„Kominn tími til“</i> er yfirskrift Sequences x | Yfir 35 listamenn taka þátt
„Kominn tími til“ er yfirskrift tíundu Sequences hátíðarinnar sem haldin verður dagana 15.-24. október 2021. Vísar yfirskrift hátíðarinnar í það samfélagsrými augnabliksins sem hátíðin skapar sér hverju sinni. Á hátíðinni má finna ólík samtöl listamanna, ýmist við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl eru í eðli sínu mörkuð af augnablikinu og samhengi þeirra. […]
Sequences fagnar þriggja ára samstarfssamningi við Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um styrkveitingar til menningarstarfsemi borgarinnar og fögnum við áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. Stuðningur borgarinnar er Sequences mikilvægur og gerir ábyrgðaraðilum hennar kleift að gera lengritíma áætlanir. Sem endranær hefur Sequences það að markmiði að vera vettvangur frumkvæðis, tilrauna og áræðni og stuðla að gerð nýrra verka og sýna framsækna myndlist. […]
Guðný Guðmundsdóttir og Kristinn G. Harðarson héldu opna fyrirlestra í myndlistardeild Listaháskólans
Guðný Guðmundsdóttir sem sýnir nýtt verk í Sýningu b) í Nýlistasafninu og heiðurslistamaður Sequences ix, Kristinn Guðbrandur Harðarson, héldu hvort sinn fyrirlesturinn í opinni fyrirlestrarröð Myndlistardeildar Listaháskólans. Upptökur af fyrirlestrunum má finna á Vimeo, ásamt upptökum fjölda fyrirlestra í deildinni. Guðný Guðmundsdóttir 18/10/2019 frá Myndlistardeild LHI á Vimeo.
Takk fyrir komuna á Sequences ix
Sequences þakkar öllum hinum fjölmörgu gestum kærlega fyrir komuna á opnanir og dagskrárliði á þessari níundu útgáfu hátíðarinnar. Við þökkum listamönnunum mikið vel fyrir kúnstina og næringuna, frábært samstarf við þá fjölmörgu sem komu að hátíðinni með stóru og smáu. Við þökkum stuðningsaðilum hátíðarinnar, sér í lagi Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóði. Síðast en ekki síst hugheilar […]
Philip Jeck í Fríkirkjunni í Reykjavík
Listamaðurinn Philip Jeck heldur tónleika í Fríkirkjunni á föstudagskvöld á vegum Sequences IX – Í alvöru. Þetta eru tónleikar sem áhugafólk um tilraunamennsku ætti ekki að láta fram hjá sér fara, enda mikill fengur að fá Jeck til landsins.Tryggið ykkur miða hér eða mætið tímanlega í Fríkirkjuna á þessu fallega haustkvöldi, tónleikarnir hefjast kl. 20. Philip Jeck hefur um áratugabil […]
Konfektmoli í lokin á Sequences ix; Eina kvikmynd Agnes Martin, Gabriel sýnd í Bíó Paradís
Gabriel (1976), sem er eina kvikmyndin sem Agnes Martin gerði um ævina, er 78 mínútna löng, tekin upp í suðvesturhluta Bandaríkjanna (Nýju Mexíkó, Kaliforníu, Colorado) og fylgir eftir drengnum Gabriel á ferð í náttúrunni. Lokadagskrárliður Sequences ix er þessi konfektmoli Agnes Martin sem sýndur verður í Bíó Paradís síðdegis (kl. 18) á sunnudag. Á milli þess […]
Videóferðalag og lokapartý Sequences ix í Bíó Paradís
Tvö videóverk verða sýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Aphantasia eftir Amöndu Riffo, verður frumsýnd sem sjónræn tilraun þar sem áhorfendum er boðið til æfingar sem sameinar ólíkar rásir skynjunar. Í verkinu A Tree is Like a Man gerir Þorbjörg Jónsdóttir svo tilraun til að snerta aðra heima. Hún kynntist shamaninum Don William fyrir tilviljun þegar hún var á ferðalagi […]
Dagskrá vikunnar
Hápunktar í dagskrá vikunnar: Miðvikudagur kl. 20:00Heimildamynd Douglas Gordon I had nowhere to go um Jonas Mekas sýnd í Bíó Paradís.Náðu þér í miða Föstudagur, 13:00Guðný Guðmundsdóttir heldur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi. Opið öllum. 20:00Tónleikar með Philip Jeck í Fríkirkjunni.Náðu þér í miða Laugardagur kl. 21:00Kvikmyndasýning á Aphantasia, videóverki Amöndu Riffo, og A Tree is Like a […]
Myndir frá opnunum í Marshallhúsi og Open
Opnunarviðburður Sequences í Marshallhúsinu var hljóðverk Þórönnu Björnsdóttur, lifandi flutningur sem áhorfendur gátu hlýtt á í gegnum heyrnartól, á meðan þeir skoðuðu sýningarnar a) í Kling & Bang og b) í Nýlistasafninu.
Opnunarhelgi Sequences: laugardagsopnanir
16:00 – 18:00Einkasýning Ívars Glóa Gunnarssonar Breiðfjörð opnar í Græna herberginu, Listasafni Reykjavíkur.Ath. að frá 17:00 til 18:00 verður aðgengi einungis austanmegin, hjá Kolaportinu. 17:00 – 20:00Opnunarverk Þórönnu Björnsdóttur í Marshallhúsinu.Opnanir á sýningum a) í Kling & Bang og b) í Nýlistasafninu.Einnig, sýning á teikningum Kristins G. Harðarsonar á La Primavera. 21:00 – 23:00Einkasýning Péturs Más Gunnarssonar ‘Kíkir’ opnar […]
Sequences ix opnar í dag
The Sequences festival will be formally set this Friday at 17.00 with the opening of Kristinn Guðbrandur Harðarson’s 17:00 – 22.00Við setjum Sequences hátíðina með opnun einkasýningar Kristins Guðbrandar Harðarsonar í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Við sama tækifæri kemur út bók hans Dauðabani vaktu yfir okkur, útgefin af listamanninum í samstarfi við Nýlistasafnið. 18:00 – 20:00Einkasýning Ólafar […]
Opið er fyrir miðasölu á alla viðburði Sequences!
Nældu þér í miða á eftirfarandi viðburði: Miðvikudagur 16. október20:00Douglas GordonI had nowhere to goKvikmyndasýningBíó ParadísNáðu þér í miða hérFöstudagur 18. október20:00Philip JeckTónleikarFríkirkjanNáðu þér í miða hér Laugardagur 19. októberAmanda RiffoAphantasiaÞorbjörg JónsdóttirA tree is like a manKvikmyndasýningarBíó ParadísNáðu þér í miða hérSunnudagur 20. októberAgnes MartinGabrielKvikmyndasýningarBíó ParadísNáðu þér í miða hér
Listamenn <i>Í alvöru </> kynntir
Sequences verður haldin í níunda sinn dagana 11. – 20. október í Reykjavík.34 listamenn taka þátt í hátíðinni að þessu sinni og spannar framlag þeirra vítt svið; tónlist, texta, kvikmyndir, innsetningar, teikningar og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Heiðurslistamaður hátíðarinnar er Kristinn Guðbrandur Harðarson, en hann hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi um áratuga […]
Sequences IX – Í alvöru
Myndlistarhátíðin Sequences verður haldinn í níunda sinn dagana 11.- 20. október 2019. Sýningastjórar hátíðarinnar eru að þessu sinni myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson (f. 1956) og Hildigunnur Birgisdóttur (f. 1980) sem bæði eru virk í íslensku listalífi sem myndlistarmenn, kennarar og sýningarstjórar. Þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna saman að verkefni af þessum toga en þau hafa á undanförnum árum […]