Um sequences

Sequences mun vera haldin í ellefta sinn í október á þessu ári, frá 13 október til 22 október.

Sequences er sýningarvettvangur fyrir innlenda og erlenda myndlistamenn og stuðlar að stækkuðu starfsumhverfi listamanna og enn fjölbreyttara menningarlífi í Reykjavík. Hátíðin styður einnig við grasrót myndlistar hérlendis og er ætlað að vera hvetjandi umhverfi til sköpunar nýrra verka. Sequences veitir nýjum straumum og framsækinni myndlist rými og gefur almenningi færi á að upplifa alþjóðlega samtímamyndlist á heimsmælikvarða.

Hátíðin tekur annars vegar yfir hefðbundin sýningarrými og hins vegar er áhersla lögð á aðgengi verka í óhefðbundnum rýmum og listrænt inngrip í almenningsrýmum í Reykjavík. Nýir sýningarstjórar eru valdir inn fyrir hverja hátíð til að skipuleggja og móta dagskrá hátíðarinnar sem stendur alla jafna yfir í 10 daga.

Meðal verkefna hátíðarinnar er að vera virkur vettvangur fyrir samskipti, tengslamyndun og þverfaglega starfsemi á forsendum myndlistar og að vera eftirsóknarverður áfangastaður fagfólks í alþjóðlegu myndlistarsenunni.

Listamenn fyrri hátíðar eru svo eitthvað sé nefnt, Elísabet Jökulsdóttir, Philip Jeck, Miruna Roxana Dragan, Joan Jonas, David Horvitz, Agnes Martin, Hekla Dögg Jónsdóttir, Guido van der Werve, Ragnar Kjartansson, Emily Wardill, Roger Ackling, Margrét H. Blöndal, Carolee Schneemann, Rebecca Erin Moran, Finnbogi Pétursson og Alicja Kwade.

Sýningarstjórar fyrri hátíða eru Maria Arusoo, Sten Ojavee, Marik Agu og Kaarin Kivirähk (EE), Þóranna Dögg Björnsdóttir (IS) and Þráinn Hjálmarsson (IS), Hildigunnur Birgisdóttir (IS) og Ingólfur Arnarsson (IS), Margot Norton (New Museum, NY) and Alfredo Cramerotti (dir. Mostyn, Wales).

Undirtitill Sequences real time art festival, vísar til upphaflegrar áherslu hátíðarinnar á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma. Í dag er titillinn vegvísir sem sýningarstjórum er frjálst að túlka og vinna með fyrir hverja hátíð. Að hátíðinni standa Kling & Bang, Nýlistasafnið, Myndlistarmiðstöð og óháðir aðilar sem eru virkir í listamannareknu senunni í Reykjavík hverju sinni.
TEYmið
Framkvæmdarstjóri
- Odda Júlía Snorradóttir Sýningarstjóri
- Daría Sól Andrews
Stjórn
Stjórn - Tinna Guðmundsdóttir, formaður - Una Björg Magnúsdóttir - Deepa lyengar - Sölvi Steinn Þórhallsson
Fagráð - Vikram Pradhan - Dorothea Oelsen Halldórsdóttir - Hekla Dögg Jónsdóttir - Sean Patrick O'Brian - Emilie Dalum - Hrafnkell Tumi Georgsson - Hildur Henrýsdóttir