Zenta Logina

(LV)

Vefnaðurinn sýnir fæðingu plánetu, hinn svarta kjarna, umkringdan líflegum línum. Fæðing plánetu er ferli sem gæti tekið milljónir ára. Listamaðurinn hafði mikinn áhuga á stjörnufræði og hefur hér fangað þessa stund í vefnað.

Zenta Logina (f.1908, d. 1983) var frumkvöðull lettneskrar abstrakthyggju sem starfaði á ýmsum sviðum: málverki, textíllist og skúlptúr. Listaverk Zenta Logina eru talin vera „gullkista lettneskrar non-conformist art”. Listamaðurinn málaði raunsæ fígúratív verk, en frá því hún fór á eftirlaun árið 1963 breyttist stíll hennar hratt og hún sneri sér að óhlutbundnum formum.

Engin verk frá þessu tímabili voru sýnd á meðan Zenta Logina var á lífi. Geómetrískar abstraktmyndir og plánetumyndir fóru að verða ráðandi í verkum hennar og leitaði hún að nýjum formum og nýjum efnum til að koma hugmyndum sínum í verk.

Associated events: