Julia Eckhardt

(BE)

Julia Eckhardt starfar á mörkum hljóðlistar, spunalistar og samtímatónlistar sem flytjandi, höfundur og skipuleggjandi. Er hún stofnmeðlimur og listrænn meðstjórnandi Q-O2 vinnurýmisins í Brussel, þar sem hún hefur meðal annars stofnað til og starfað að listverkefnum á borð við Field Fest, Tuned City Brussels, Interpretations., the other the self, //2009//- what do you make of what I say, DoUndo/Recycling G, Abstract Adventures, De Tijd is Rond og Speling.

Sem flytjandi og spunaleikari hefur Julia starfað náið með tónskáldinu Éliane Radigue sem og með öðrum listamönnum á borð við Phill Niblock, Pauline Oliveros, Jennifer Walshe, Wandelweiser-tónskáldahópnum, Rhodri Davies, Taku Sugimoto, Manfred Werder, Angharad Davies, Lucio Capece, Manu Holterbach, Anne Wellmer og Carol Robinson. Hafa sum þeirra samstarfsverkefna verið gefin út í hljóðriti.

Julia hefur kennt við Lemmens-stofnunina (Leuven), í Transmedia (LUCA Brussel) og við La Cambre (Brussel). Hún er höfundur bókanna The Second Sound, conversation on gender and music (umland), Grounds for Possible Music (Errant Bodies), The Middle Matter – sound as interstice, og Éliane Radigue – Intermediary Spaces/Espaces intermédiaires.

Associated events: