Franska tónskáldið Éliane Radigue (fædd 1932 í París) er talin á meðal fremstu og áhrifamestu tónskálda samtímatónlistar í dag, bæði í heimi raftónlistar og kammertónlistar. Tónlist Radigue er í senn lágstemmd og stórbrotin, þar sem iðandi líf leynist undir stilltu yfirborði hljóðheimsins. Áhrifa í verkum hennar má að einum þræði rekja til musique concrète-stefnunnar í Frakklandi og öðrum þræði við kynni hennar á hliðrænum hljóðgervlum á frumárum þeirra í Bandaríkjunum.
Í fyrirlestrinum fjallar Julia Eckhardt um feril og tónlist Éliane Radigue, vinnuaðferðir og nálgun hennar á hljóð og hlustun ásamt því að stikla á atburðum í hennar lífi. Julia er höfundur bókarinar Eliane Radigue—Intermediary Spaces/Espaces intermediares.
Viðburðurinn er haldin í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Listaháskóla Íslands.
Éliane Radigue (fædd 1932 í París) er talin á meðal fremstu og áhrifamestu tónskálda samtímatónlistar í dag, bæði í heimi raftónlistar og kammertónlistar. Áhrifa á tónlist hennar má að einum þræði rekja til musique concrète-stefnunnar í Frakklandi og öðrum þræði til reglulegra dvala í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist heimi hljóðgervla á frumárum þeirra. Tónlist Radigue er í senn lágstemmd og stórbrotin, þar sem iðandi líf leynist undir stilltu yfirborði hljóðheimsins. Í gegnum íhugula nálgun sína á hlustun og hljóðið sjálft, hefur Radigue tekist að skapa nýjar leiðir til þess að meitla út hugmyndir sínar í hljóð.
Julia Eckhardt starfar á mörkum hljóðlistar, spunalistar og samtímatónlistar sem flytjandi, höfundur og skipuleggjandi. Er hún stofnmeðlimur og listrænn meðstjórnandi Q-O2 vinnurýmisins í Brussel, þar sem hún hefur meðal annars stofnað til og starfað að listverkefnum á borð við Field Fest, Tuned City Brussels, Interpretations., the other the self, //2009//- what do you make of what I say, DoUndo/Recycling G, Abstract Adventures, De Tijd is Rond og Speling.
Sem flytjandi og spunaleikari hefur Julia starfað náið með tónskáldinu Éliane Radigue sem og með öðrum listamönnum á borð við Phill Niblock, Pauline Oliveros, Jennifer Walshe, Wandelweiser-tónskáldahópnum, Rhodri Davies, Taku Sugimoto, Manfred Werder, Angharad Davies, Lucio Capece, Manu Holterbach, Anne Wellmer og Carol Robinson. Hafa sum þeirra samstarfsverkefna verið gefin út í hljóðriti.