Éliane Radigue

(FR)

Éliane Radigue (fædd 1932 í París) er talin á meðal fremstu og áhrifamestu tónskálda samtímatónlistar í dag, bæði í heimi raftónlistar og kammertónlistar. Áhrifa á tónlist hennar má að einum þræði rekja til musique concrète-stefnunnar í Frakklandi og öðrum þræði til reglulegra dvala í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist heimi hljóðgervla á frumárum þeirra. Tónlist Radigue er í senn lágstemmd og stórbrotin, þar sem iðandi líf leynist undir stilltu yfirborði hljóðheimsins. Í gegnum íhugula nálgun sína á hlustun og hljóðið sjálft, hefur Radigue tekist að skapa nýjar leiðir til þess að meitla út hugmyndir sínar í hljóð.

Associated events: