Sigtryggur Berg: A Compendium Of Terrestrial Disjection – útgáfu fögnuður

22.10.2021

20:00

–23:00

Fyrir Sequences X hefur Sigtryggur unnið að nýrri plötu sem ber heitið A Compendium Of Terrestrial Disjection.

Verkefnið felst í að safna saman ólíkum hljóðum listamanna og móta úr þeim heildarverk og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Sigtryggur gefur út plötu sem þessa. Plötuna vann Sigtryggur í samstarfi við Matthew Waldron hljóðlistamann frá Bandaríkjunum upp úr hljóðum sem þeir fengu send frá eftirfarandi listamönnum: Guðmundi Arnalds, Benedikt Hermanni Hermannsyni, Ragnari Jónssyni, Arnljóti Sigurðssyni, Örlygi Steinari Arnalds, Vilhjálmi Yngva Hjálmarssyni, Atla Finnssyni, Hjalta Frey Ragnarssyni, Guðlaugi Hörðdal, Gígju jónsdóttur, Úlfi Braga Einarssyni, Idu Schuften Juhl og Zofia Tomczyk. 

Sigtryggur blæs til fögnuðar vegna úfgáfu verksins í Post-húsinu með sérstakri gjörninga- og tilraunatónlistar dagskrá þar sem gestir geta nælt sér í eintak af plötunni. 

Sigtryggur Berg Sigmarsson (f. 1977) er mynd-, hljóð- og gjörningalistamaður sem býr í Hannover í Þýskalandi. Hann lærði sónólógíu við Royal Conservatory í Haag í Hollandi 1997-1998 og lauk MFA-gráðu frá listaháskólanum í Hannover 2004. Sigtryggur hefur sýnt málverk og teikningar á alþjóðlegum vettvangi en er líklega þekktastur fyrir kraftmikla gjörninga sína víða um lönd. Hann kemur fram sem hinn skjálfandi listamaður sem rembist við að botna í sköpunargáfunni og ná áttum. Hver sem miðillinn er ríkir stöðug leit að reglu og óreiðu í verkum hans.