Sigtryggur Berg

(IS)

Sigtryggur Berg Sigmarsson (f. 1977) er mynd-, hljóð- og gjörningalistamaður sem býr í Hannover í Þýskalandi. Hann lærði sónólógíu við Royal Conservatory í Haag í Hollandi 1997-1998 og lauk MFA-gráðu frá listaháskólanum í Hannover 2004. Sigtryggur hefur sýnt málverk og teikningar á alþjóðlegum vettvangi en er líklega þekktastur fyrir kraftmikla gjörninga sína víða um lönd. Hann kemur fram sem hinn skjálfandi listamaður sem rembist við að botna í sköpunargáfunni og ná áttum. Hver sem miðillinn er ríkir stöðug leit að reglu og óreiðu í verkum hans.

Associated events: