Guðlaug Mía Eyþórsdóttir: Tilbrigði – lifandi gjörning með Skerpla

27.11.2021

14:00

Tónlistarhópurinn Skerpla túlkar í tónum og hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f.1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundaði síðar meistarnám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form, áferðir og gjörðir sem nærumhverfi okkar samanstanda af og kannar hvort efnisgera megi daglegar athafnir. 

(IS)

Skerpla er tónlistarhópur sem starfar innan  Listaháskóla Íslands og var stofnaður haustið 2018. Skerpla rannsakar, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist. Berglind María Tómasdóttir, prófessor við Listaháskóla Íslands, leiðir Skerplu.

Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar, í umsjón Bjargar Brjánsdóttur, koma fram og túlka í tónum og hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði, sem sýnt er á sýningunni / SKÖPUN / EYÐING / í Nýlistasafninu.