Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f.1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundaði síðar meistarnám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018.
Guðlaug hefur staðið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar og brugðið sér í hlutverk útgefanda, sýningarstjóra og rannsakanda. Á árunum 2012-19 stofnaði hún, ásamt hópi listamanna, sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen, Belgíu.
Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form, áferðir og gjörðir sem nærumhverfi okkar samanstanda af og kannar hvort efnisgera megi daglegar athafnir.