Skólahljómsveit Austurbæjar var stofnuð árið 1954. Hljómsveitin er einkum ætluð nemendum á grunnskólastigi, en þar stunda 130 nemendur nám við skólann, sem býður upp á kennslu á blásturs- eða slagverkshljóðfæri samhliða hljómsveitarspilamennsku. Hljómsveitinni er skipt í þrjár deildir fyrir mislangt komna nemendur: yngri sveit (A-sveit), miðsveit (B-sveit) og eldri sveit (C-sveit). Skólahljómsveitin er hefur aðsetur í Laugalækjarskóla.
Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar, í umsjón Bjargar Brjánsdóttur, koma fram og túlka í tónum og hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði, sem sýnt er á sýningunni / SKÖPUN / EYÐING / í Nýlistasafninu.