Guðlaug Mía Eyþórsdóttir: Variations – lifandi gjörning með Skólahljómsveit Austurbæjar

13.11.2021

14:00

Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar, í umsjón Bjargar Brjánsdóttur, túlka í tónum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f.1988) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundaði síðar meistarnám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar, gaumgæfir þau form, áferðir og gjörðir sem nærumhverfi okkar samanstanda af og kannar hvort efnisgera megi daglegar athafnir. 

Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar, í umsjón Bjargar Brjánsdóttur, koma fram og túlka í tónum og hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði, sem sýnt er á sýningunni / SKÖPUN / EYÐING / í Nýlistasafninu.