C'est Cécile: Endurlit gjörningaverka eftir Doddu Maggý

23.10.2021

–24.10.2021

13:00

–17:00

C’est Cécile: Endurlit gjörningaverka eftir Doddu Maggý  inniheldur valin vídeó- og tónlistarverk frá árinu 2004 til dagsins í dag. Prógrammið stendur í 40 mínútur og endar á frumflutningi á Cécile (2021) sem er gáskafull stúdía um samskynjun.

Full dagskrá í Bíó Paradís:

Stella (2004) Video/Music 5:50 min
Natalie (2004) Video/Music 3:20 min
Margret (2005) Video/Music 3:30 min
Iris (2006) Video/Music 4:30 min
Lucy (2009) Video/Music in 5.1 Surround Sound 4:20 min
I’m not here (2009) Silent Video 2:22 min
Madeleine (2014) Video/Music 4:40 min
Cécile (2021) Video/Music 2:40 min

 

Dodda Maggý SEQUENCES X from Dodda Maggý on Vimeo.

Dodda Maggý (f. 1981) er myndlistarmaður og tónskáld. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynrænar upplifanir og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verk hennar taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða þögulla vídeóverka þá má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og ímyndunaraflsins.