Dodda Maggý

(IS)

Dodda Maggý (f. 1981) er myndlistarmaður og tónskáld. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynrænar upplifanir og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verk hennar taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða þögulla vídeóverka þá má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og ímyndunaraflsins.

Dodda Maggý er með tvær bakkalárgráður frá Listaháskóla Íslands, í myndlist og í tónsmíðum. Hún lauk mastersgráðu í myndlist frá Konunglegu Dönsku Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og útskrifaðist frá Nordic Sound Art, tveggja ára hljóðlistarnámi á mastersstigi sem átti sér stað í Listaháskólunum í Malmö, Þrándheimi, Osló og Konunglegu Dönsku Listaakademíunni.

Associated events: