Vala Sigþrúðar Jónsdóttir

(IS)

Vala Sigþrúðar Jónsdóttir (f. 1993) býr og vinnur í Reykjavík. Í list sinni veltir hún fyrir sér hvað telst náttúrulegt, og hvort manngerð tækni hafi á einhvern hátt tök á að gera því sem við köllum náttúru skil í máli og myndum. Vala sækist einnig eftir því að kanna tengsl og mörk á milli handverks, tækni og þess lífræna, því að hún hefur á tilfinningunni að slíkar vangaveltur gefi möguleika á að búa til ný og vænlegri tengsl manns og náttúru.

Vala útskrifaðist með BA gráðu frá Gerrit Rietveld Academie árið 2018. Sem stendur er hún meistaranemi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og hefur kennt við bæði barna- og textíldeild Myndlistarskólans í Reykjavík undanfarin ár. Nýlegar sýningar sem hún hefur tekið þátt í eru Hjólið – sýning í almenningsrými á vegum Myndhöggvarafélagsins og Reykjavíkurborgar, Re-fresh – tvíeykissýning í Harbinger með Sindra Leifssyni og Af stað! – samsýning í Norræna húsinu, stýrt af Agnesi Ársælsdóttur og Önnu Andreu Winther.

Associated events:

Photo by Hjördís Jónsdóttir