Teo Ala-Ruona

(FI)

Lacuna er líkamshryllingur og sjálfssaga sem byggir á draugalegum minningum og reynslu.Verkið myndar galdraþulu úr bæði orðum og tónlist. „Lacuna“ þýðir op eða bil. Fyrir Ala-Ruona hefur þessi merking orðsins tvöfalda túlkun. Hún er bæði draugur – sníkjudýrsleg minning um líkama hans fyrir leiðréttingu – en að sama skapi er hún dásamlegt tóm án áfalla. Myndir og reynsla úr fortíðinni eru særðar upp á sviðinu í gegnum látbragð, orð, öskur og opnar þannig yfirskilvitlegt hlið inn í líkama listamannsins. Gestum er boðið að ganga í gegnum hliðið, inn í holdlega alsælu.

Teo Ala-Ruona (f. 1990) er finnskur gjörningalistamaður sem leggur áherslu á getskáldskap í formi gjörninga sem sameinar æfingar í líkamlegum skáldskap, hreyfingu og ýmiskonar radd- beitingu. Hann kannar þemu eins og kynlíf, hinsegin vistfræði, eiturhrif, kyn og kyngervi.

Associated events:

Teo Ala-Ruona. Photo: Miikka Pirinen