Ólöf Nordal

(IS)

Fygli eru skúlptúrar steyptir í brons sem sýna fígúrur í umbreytingu. Formgerð þeirra vísar í umskipti frá gervi manns í gervi fugls, frá hinu efnislega til hins andlega. Fyglin eru af heimi gróteskunnar og þess kynlega, en ýja líka að farfuglum þeim sem fljúga yfir hafið jafnt í formi fugls sem og í mennskri formgerð.

Ólöf Nordal (f. 1961) hefur í verkum sínum unnið með menningararfinn, söguna og minni þjóðarinnar á gagnrýninn og greinandi hátt. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðar á eftir-nýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotinu sem spegli inn í fortíðina. Hún hefur um langt skeið unnið með fugla í verkum sínum sem oft eiga rætur í þjóðtrú, ímyndarsköpun og menningu samtímans. Verk hennar halda áfram að kanna þjóðsögulegar hefðir um íslenska náttúru sem og þær aðferðir vísindanna sem leitast við að varðveita og sýna náttúruna, en gera hana að viðfangsefni skáldskapar í leiðinni.

Associated events: