Nýlókórinn

(IS)

Nýlókórinn var stofnaður 2003 og fæst við flutning hljóðljóða. Kórinn kemur fram tvisvar til þrisvar á ári og hefur flutt margvísleg verk eftir innlenda og erlenda höfunda eins og Magnús Pálsson, Philip Corner, Eric Andersen, Hörð Bragason, Kristin G. Harðarson, Rúrí, Hörpu Björnsdóttur, Ástu Ólafsdóttur, Eiríksínu Ásgrímsdóttur, Áka Ásgeirsson, Magneu Ásmundsdóttur, Þorkel Atlason, Rod Summers, Níels Hafstein, Guðmund Haraldsson og Magnús Jensson.

Kórinn hefur komið fram við ýmis tækifæri s.s. í tengslum við listsýningar, viðburði, söfn og listahátíðir og má þar nefna Fjölljóðahátíðina í Reykjavík 2006 (PPF Polipoetryfestival), Listahátíð í Reykjavík, listahátíðina Sequences og tónlistarhátíðinni Tectonics. Einnig hefur kórinn staðið að eigin hljóðleikum.

Associated events: