Í gegnum efniskennd hins andlega kemur fram litróf mismunandi jarðefna sem listamaðurinn hefur safnað á ferðalagi sínu um afskekkt svæði í Póllandi, Finnlandi, Þýskalandi, Tyrklandi, Rúmeníu og á Íslandi. Í september síðastliðnum ferðaðist hún þvert yfir Ísland í leit að leir og ösku. Hún notar hendur sínar og mismunandi verkfæri á blautan leirinn til að skapa teikningar og málverk og dregur innblástur frá eldfjallalandslagi, orkugáttum, þjóðsögum og goðsögnum, en einnig hinni andlegu veröld.
Monika Czyżyk (f. 1989) býr og starfar í Helsinki. Hún vinnur fyrst og fremst með hreyfimyndir, þá sérstaklega í tengslum við tilraunaheimildarmyndir og að verkefnum sem tengjast félagslegri tengingu. Heildarverk hennar heldur áfram að auka við ólík form af tækni-háleitri fagurfræði sem rannsaka mennsk og ómennsk mengi, hljóðrænar truflanir, óhugsandi landslag og óskiljanlega sannleika.