Menntaskóli í Tónlist

(IS)

Menntaskóli í Tónlist er framhaldsskóli stofnaður af Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH og tók til starfa haustið 2017 og býður upp á nám í bæði rytmískri tónlist, jazz, popp og rokktónlist, og klassískri tónlist. Gefst nemendum kostur á að ljúka námi stúdentsprófs með tónlist sem aðalnámsgrein en skólinn er jafnframt ætlaður þeim sem stunda nám við aðra framhaldsskóla og vilja stunda áhugavert tónlistarnám á framhaldsstigi.

Menntaskóli í Tónlist leitast við að skapa frjótt og fjölbreytilegt umhverfi fyrir efnilega tónlistarnemendur af landinu öllu þar sem þeir fá góða og áhugaverða menntun í tónlistarflutningi, tónsköpun og fræðigreinum tónlistar.

Nemendur úr Menntaskóla í Tónlist, koma fram og túlka í tónum og hljóðum verk Guðlaugar Míu Eyþórsdóttur, Tilbrigði, sem sýnt er á sýningunni / SKÖPUN / EYÐING / í Nýlistasafninu. 

Associated events: