Katya Buchatska

(UKR)

Leir-engið mikla er málverk þar sem listamaðurinn notar mold sem safnað var af nýja landinu sem afhjúpaðist í því mikla náttúru- og mannúðarslysi sem rússneski herinn olli eftir að hafa eyðilagt Kakhovka stífluna í suðurhluta Úkraínu snemma árs 2023. Listaverkið er unnið upp úr nú heimsenda-landslagi, eyðileggingu af völdum manna. Það er líka áminning um að eftir hamfarirnar hefur eitthvað af því landslagi sem áður var undir vatni nú komið í ljós aftur.

Katya Buchatska (f. 1987) er listamaður sem býr og starfar í Kyiv. Buchatska vinnur við ýmsa miðla, svo sem málverk, innsetningu, skúlptúr, ljósmyndun og vídeó. Verk hennar fjalla um tengingar manna á milli og annarra vera, leifar fornaldar, varnarleysi líkamans gagnvart ofbeldi og möguleikana sem verða til við breytt sjónarhorn. Verkið sem sýnt er á Sequences er framhald af seríunni Soils (2022), þar sem hún notar jarðveg frá hernumdum svæðum eða varnarsvæðum í Úkraínu sem litarefni í olíumálninguna sem hún notar við gerð verkanna.

Associated events: