Kadri Liis Rääk

(EE)

Verkið virkar eins og hellismunni sem tengir saman ólík svið: jörðina og það sem er neðanjarðar, meðvitund og undirmeðvitund. Það fagnar fljótandi og margbreytilegri líkamsupplifun og hafnar þeirri hugmynd að það sé til ein leið til innlifunar. Þetta flæði opnar á nýja möguleika til að hugsa um samband líkamans og heimsins, þar með talið það sem liggur handan mennskunnar. Hvað verður af eða verður eftir af líkama eftir lífið? Hvar liggja mörk líkamans og hverjar gætu siðferðislegar skyldur okkar verið gagnvart þessum ómannlegu eða eftirmannlegu aðilum sem bera sögur af því sem einu sinni var? Verkin opna aðra leið til að sjá og skynja, fela í sér samkennd og þörf fyrir að læra að eiga samskipti við hluti og lífverur af alúð og nærgætni.

Kadri Liis Rääk (f.1990) vinnur þverfaglega og sameinar aðferðir leikmynda- og upplifunarhönnunar og leggur áherslu á að skapa yfirgripsmikla, fjölþætta upplifun. Verk hennar leika sér með erkitýpískar og táknrænar frásagnir, snerta flækjur og samræður ólíkra lífsforma í vistfræðilegum bræðslupotti, sem eru soðin saman úr mismunandi jarðlögum.

Associated events: