Gústav Geir Bollason

(IS)

Gústav Geir Bollason (f. 1966) er listamaður og kvikmyndagerðarmaður, búsettur á Norðurlandi í litla strandþorpinu Hjalteyri þar sem hann stýrir sýningarrýminu Verksmiðjan á Hjalteyri. Verk Gústavs eru fyrst og fremst eins konar svörun við landslaginu og lífinu sem það býr yfir. Hann býr til teikningar, skúlptúra, hreyfimyndir, myndbönd og kvikmyndir og sameinar oft þessa miðla í innsetningar sem kynda undir skálduðum framlengingum veruleikans.

Í verkum sínum einbeitir hann sér oft að takmörkuðum svæðum, auðnum og rústum. Þessir staðir bjóða upp á rúm tækifæri til að kanna efni, þar á meðal breytingar á umhverfinu, orku- og efnisnotkun, óreiðu og þær sögur og goðsagnir sem búa í landslaginu. Í óreiðu og hnignun dregur Gústav fram þau tækifæri sem breytingar og tíminn bjóða upp á.

Associated events: