Guðrún B. Nielsen

(IS)

Tré- og steinskúlptúrar Guðrúnar Nielsen búa í sýningarrými Kling & Bang yfir hátíðina. Þessar tréskurðarmyndir eru ímyndaðar verur sem gætu lifað á jörðinni, í runnum eða í trjám og fóðra ímyndunarafl okkar með hugmyndum um hvaða aðrar verur gætu verið til. Tré- og steinskúlptúrarnir skapa rými fyrir ímyndunaraflið og gera okkur kleift að sjá fyrir okkur mismunandi persónur, sprottnar úr náttúrulegum formum.

Guðrún Nielsen (f.1914, d. 2000) hefur vakið athygli fyrir tréskurðarverk sín sem er víða að finna bæði innanlands og utan. Kveikjan að verkum Guðrúnar voru útskornar myndir sem hún sá í Danmörku, og eftir það fór hún sjálf að prófa tæknina. Verk hennar má flokka í þrjá hópa: Útskurð í tré, steinverk úr litlum fundnum steinum sem mynda eina heild og loks verk úr rótum sem hafa verið breytt lítillega. Guðrún skapar forvitnilegan og heillandi persónulegan heim þar sem hin létta lína er allsráðandi, studd sterkum formum.

Associated events: