Grzegorz Łoznikow (f. 1987) er pólskur listamaður sem hefur búið og starfað í Reykjavík. Síðan listamaðurinn flutti til Íslands árið 2016 hefur hann lagt áherslu á strúktúra í borgarlandslaginu gerða úr endurunnum efnum. Einnig á Grzegorz í samtali við landslag þar sem hann notast við náttúruleg og fundin efni, t.d. snjó, ís, sand og grjót. Á síðustu árum hefur hann einnig unnið innsetningar úr járni.