Grzegorz Łoznikow, Vetrarsamsetningar

13.10.2023

–22.10.2023

Grzegorz Łoznikow

Vetrarsamsetningar, 2023
Ice, natural pigments

Vetrarsamsetningar er sería af útiskúlptúrum gerðum úr ís.Viðkvæmur eiginleiki efnisins gerir listamanninum kleift að skapa hverfula skúlptúra sem bráðna við hækkandi hitastig. Listamaðurinn mun vinna að gerð skúlptúra umhverfis Marshallhúsið yfir hátíðardaga Sequences.

Grzegorz Łoznikow (f. 1987) er pólskur listamaður sem hefur búið og starfað í Reykjavík. Síðan listamaðurinn flutti til Íslands árið 2016 hefur hann lagt áherslu á strúktúra í borgarlandslaginu gerða úr endurunnum efnum. Einnig á Grzegorz í samtali við landslag þar sem hann notast við náttúruleg og fundin efni, t.d. snjó, ís, sand og grjót. Á síðustu árum hefur hann einnig unnið innsetningar úr járni.