Boji

(UA)

Boji (f. 1998) er hinsegin margmiðlunarlistamaður og tónlistarmaður frá Kænugarði sem búsett er í Berlín. Frá árinu 2017 hefur hún gert tilraunir með flutning hefðbundinnar úkraínskrar þjóðlagatónlistar, þar sem hún byggir á bakgrunni sínum sem aðalsöngvari Umbreytingarkirkjunnar í Kænugarði. Hún er einn stofnanda tilraunahópsins Kvirtet og hefur gefið út tvær plötur. Í listsköpun sinni kannar hún nú mismunandi listmiðla samtímans frá myndbandalist til innsetninga og gjörninga.

Boji kynnir sjöttu plötu sína Niðurrifsskítaspjall / Subversive Shit-Talks / СУБВЕРСИВНІ ВИСЄРИ. Tónlistin, sem flutt er á úkraínsku, hvetur okkur til að sýna heiminum kraft okkar og standa upp frá skítugum botni framtíðarinnar inn í nýja tíma án einræðisstjórna á jörðinni. Flutningurinn samanstendur ekki aðeins af merkilegri tónlist heldur einnig töfrandi samruna vettvangsupptakna og byltingarkenndum tilraunasöng. Enn frekar er aukið á upplifunina með dáleiðandi búningum frá Malyuk Couture og Vladislav Plisetskiy, allt skapar þetta alltumlykjandi skynjunarferðalag.

Associated events:

Photo by Fabian Landewee