Bjarki Bragason

(IS)

Þetta nýja verk eftir Bjarka Bragason markar innganginn að sýningarsal Kling & Bang. Hér býður listamaðurinn gestum í garðinn sinn. Þar stillir hann saman meira en þúsund ára gömlum tráleifum sem birtust undan hopandi ísbreiðu Vatnajökuls á Suðausturlandi og reynitré sem hann gróðursetti í æsku en verður bráðlega höggvið niður vegna eyðileggingar á garðinum sem tréð stendur í.

Bjarki Bragason (f. 1983) býr og starfar í Reykjavík. Hann rannsakar hvernig mannlegur og jarðfræðilegur tími skerast. Í nýlegum verkum sínum hefur Bjarki einblínt á stök tré og hvernig þau bera vitni um söguna sem á sér stað í og umhverfis þau.

Associated events: