Ganga með Bjarka Bragasyni

14.10.2023

17:00

–18:00

Listamaðurinn Bjarki Bragason býður fólki að verða samferða sér í göngu á milli Marshallhússins og Norræna hússins.

Samsýningu Sequences XI er skipt í fjóra kafla. Fyrstu tveir kaflarnir eru sýndir í Kling & Bang og Nýlistasafninu og sjá þriðji í Norræna húsinu.

Þriðji kaflinn ber heitið VATN og opnar á laugardaginn kl. 18.00.

Bjarki Bragason (f. 1983) býr og starfar í Reykjavík. Hann rannsakar hvernig mannlegur og jarðfræðilegur tími skerast. Í nýlegum verkum sínum hefur Bjarki einblínt á stök tré og hvernig þau bera vitni um söguna sem á sér stað í og umhverfis þau.