Bára Bjarnadóttir

(IS)

Bára Bjarnadóttir (f. 1991) býr og starfar í Reykjavík. Vinnuferli Báru er kræklótt og persónulegt, þar sem einkalíf, tilraunamennska, fræði og poppmenning skiptast á að stýra för. Fræði um samskipti trjáa eru tengd við samskipti við móður sem nýverið keypti sér óbyggt sumarbústaðarland, samtal mæðgna kalla á fermingargræjur, unglingsárin kalla á sérstaka límmiða til að skreyta græjurnar með, o.s.frv. Ferlið er að lokum soðið niður í verk á borð við límmiðainnsetningu eða ostrusveppagæludýr.

Associated events:

Photo by Elísabet Elma Líndal Guðrúnardóttir