Anna Niskanen

(FI)

Verkin sem eru til sýnis í Norræna húsinu eru hluti af seríu handprentaðra ljósmyndasamsetninga. Vatn er hluti af umhverfi og líkama okkar, og býr þannig til alltumlykjandi rými til ímyndunar. Efniskennd og yfirborð á þessum einstöku prentverkum leggja áherslu á vinnuferlið og hið efnislega. Sólarprent er um 200 ára gömul prentaðferð þar sem ljósnæmu efni er penslað á pappír sem er síðan sett undir útfjólublátt ljós í ákveðinn tíma og að lokum skolað með vatni. Þetta framköllunarferli kallar fram prússabláar myndir sem verða til þegar prentið kemst í snertingu við súrefni.

Anna Niskanen (f. 1990) er finnskur listamaður sem býr og starfar í Helsinki. Hún vinnur með óhefðbundnar ljósmynda- og prentaðferðir og skapar oftast stórar innsetningar með handprentuðum verkum. Rauður þráður í verkum hennar er minningin um stað og náttúru. Hún safnar arkívi af ljósmyndum og vistminjum á ferðalögum sínum sem hún notar svo sem kveikjur fyrir samsetningar af prentunum. Hún hefur reglulega verið í vinnustofudvöl á vegum SÍM og félagsins Íslensk Grafík frá árinu 2018.

Associated events: