Andreas Brunner

(CH/IS)

Andreas Brunner (f. 1988) fæddist í Zurich í Sviss og býr nú í Reykjavík. Verk hans eru yfirleitt ekki sérstaklega bundin ákveðnum miðli, heldur tengjast þau endurskoðun á hugmyndum sem geta birst í ýmsum myndum. Þessar hugmyndir fjalla um þróun menningar, merkingar og skynjun á tíma, rúmi og efni. Þannig myndast þráður verka hans í hugmyndinni frekar en því sjónræna. Að aftengja mynd og merkingu, og skapa nýja, má líta á sem heildarhvata verka hans. 

Andreas er með BA í listum frá háskólanum í Luzern og lauk MA-gráðu í listum frá Listaháskóla Íslands 2018. Undanfarin ár hefur Andreas þróað hugmyndalist sem birtist í skúlptúrainnsetningum og myndbandsverkum. Verk hans hafa verið sýnd víða, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Kunsthall Charlottenborg og listasafninu í Luzern.

Associated events: