Agnes Ársældsóttir

(IS)

Agnes Ársælsdóttir (f. 1996) vinnur með róttæka væntumþykju í verkum sínum sem kanna samband mannsins við umhverfi sitt og aðrar tegundir. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og seinna það ár fór hún í starfsnám til listamannsins Géralds Kurdian í París. Í sumar vann Agnes að útvarpsinnslögunum Samlíf ásamt Sylvíu Dröfn Jónsdóttur sem spiluð voru á Rás 1. Verkefnið var styrkt af Hönnunarsjóði Íslands.

Meðal nýlegra samsýninga eru Óskilamunir í Midpunkt, UKYA Take Over í Nottingham og Stálsmiðjan, sýningarstýrt af Töru Njálu Ingvarsdóttur og Silfrúnu Unu Guðlaugsdóttur.

Agnes hefur einnig verið þátttakandi í alþjóðlega samstarfsverkefninu United 1 á vegum UK Young Artists og Platform Nord, dvalið í gestavinnustofunni In Context í Slănic, Rúmeníu og stýrt sýningunni Af stað! í Norræna húsinu ásamt Önnu Andreu Winther.

Associated events: