Elo Järv

(EE)

Verk Elo Järv sem eru til sýnis í Kling & Bang segja sögur af blendnum formum og ímynduðu landslagi í gegnum leður sem efnivið. Listamaðurinn heldur því fram að hún hafi reynt að skapa lífverur með verkum sínum sem búa yfir mætti þess að vera lifandi og andandi. Verkið Landslag inniheldur steingervinga frá Katre klettinum, sem er á eyjunni Saaremaa í Eistlandi. Steingervingar þessa landslags bera vitni um pólítíska og jarðfræðilega sögu svæðisins.

Elo Järv (f. 1938, d. 2018) var eistnenskur listamaður sem vann aðallega með leður. Leður er viðkvæmt efni og einkennist af því að hafa eitt sinn verið lifandi. Hún notar leður til að kalla fram efniskennd náttúrunnar og leikur sér með það hvernig ljós endurspeglast í forminu eftir það er mótað. Yfirborð verkanna er aldrei slétt og fellt: þau eru þakin mismunandi áferðum og verkin eru bylgjukennd og alsett hæðum og grófum.

Associated events: