Pola Sutryk mun skapa stofu/eldhús fyrir hátíðina sem verður staðsett í Nýlistasafninu, sameiginlegt rými þar sem fólk getur komið og dvalið saman yfir hátíðardagana. Samruni og framhald einkenna rýmið þar sem gestum er boðið uppá Steinasúpuna endalausu. Á hverjum degi er nýjum hráefnum bætt í pottinn sem gerir gestum kleift að upplifa ferli, breytingar og blæbrigði hátíðarinnar í gegnum súpuna. Pola leggur áherslu á að fagna, deila og sýna byrði gestgjafa sem yfirleitt er ósýnileg.
Fyrir þá sem vilja taka þátt í gerð súpunnar er velkomið að koma milli 14.oo og 15.oo. Fyrir þá sem vilja gæða sér á súpunni er best að mæta milli 15.00 og 17.00.