Pola Sutryk

(PL/IS)

Pola Sutryk mun skapa stofu/eldhús fyrir hátíðina sem verður staðsett í Nýlistasafninu, sameiginlegt rými þar sem fólk getur komið og dvalið saman yfir hátíðardagana. Samruni og framhald einkenna rýmið þar sem gestum er boðið uppá Steinasúpuna endalausu. Á hverjum degi er nýjum hráefnum bætt í pottinn sem gerir gestum kleift að upplifa ferli, breytingar og blæbrigði hátíðarinnar í gegnum súpuna. Pola leggur áherslu á að fagna, deila og sýna byrði gestgjafa sem yfirleitt er ósýnileg.

Pola Sutryk (f. 1994) býr og starfar í Reykjavík sem kokkur og listamaður. Fundin hráefni og heimilslegar aðferðir eru uppistaðan í starfi hennar. Hún innleiðir þá fagurfræðilegu, vistfræðilegu og skynjuðu næmni sem hún þróaði með sér við að alast upp á villtu svæði Austur Póllands, í bæði menningu og matreiðslu.

Associated events: