Opnun innsetningarinnar Spor eftir Þorgerði Ólafsdóttur á Kömbunum, Hellisheiði

15.10.2023

12:30

Þorgerður Ólafsdóttir, Spor, 2023.
Steinsteypa, sjórekið rusl og uppsópaður sandur úr Surtsey

Sumarið 2021 var Þorgerður hluti af rannsóknarteymi sem fór í þriggja daga ferð til Surtseyjar. Þar gafst henni tækifæri til að halda áfram með verkefni sem hún hafði þegar byrjað á um eyna. Hún var í hópi þeirra sem uppgötvuðu fótspor í hól Austurbunka. Fótsporin voru partur af slóð sem hafði þá komið í ljós þar sem efstu lög gjóskunnar höfðu veðrast burt. Í ljós komu skýr för eftir stígvél í brekkunni.Talið er að fótsporin séu yngstu steingerðu ummerki manna á jörðinni, yngri en fótsporin á tunglinu. Staðsetning verksins Spor er vandlega valin.Verkin eru næstum falin í jörðinni en þau geta leitt áhorfandann í áttina að Surtsey. Á heiðskírum degi má jafnvel koma auga á eyjuna við sjón- deildahringinn í suðri.

Þorgerður Ólafsdóttir er myndlistarmaður með aðsetur á Íslandi. Í verkum sínum veltir hún fyrir sér ýmsum hlutum og fyrirbærum sem eru samofin skilningi okkar á og tengslum við náttúruna þar sem hún mætir, skarast við og er túlkuð sem umhverfi mannsins.