Þorgerður Ólafsdóttir

(IS)

Verkin eru byggð á rannsóknum listamannsins á Surtsey, eyju sem myndaðist eftir eldgosið árið 1963. Á meðan Þorgerður dvaldi í Surtsey kortlagði hún staðsetningar fyrrum eyjanna tveggja, Jólnis og Syrtlingar, sem veðruðust báðar tiltölulega hratt á sjöunda áratugnum þar sem eldgos þeirra náðu aldrei að mynda hraun. Sjórekið rusl sem skolað hefur á land í Surtsey rammar inn verkið. Horfnir staðir er hluti af vaxandi safni verka og muna frá stöðum sem hafa gjörbreyst eða eru okkur ekki lengur sjáanlegir.

List í almannarými:

Spor, 2023.
Steinsteypa, sjórekið rusl og uppsópaður sandur úr Surtsey
Staðsetning: Kambarnir, Hellisheiði.

Sumarið 2021 var Þorgerður hluti af rannsóknarteymi sem fór í þriggja daga ferð til Surtseyjar. Þar gafst henni tækifæri til að halda áfram með verkefni sem hún hafði þegar byrjað á um eyna. Hún var í hópi þeirra sem uppgötvuðu fótspor í hól Austurbunka. Fótsporin voru partur af slóð sem hafði þá komið í ljós þar sem efstu lög gjóskunnar höfðu veðrast burt. Í ljós komu skýr för eftir stígvél í brekkunni. Talið er að fótsporin séu yngstu stein- gerðu ummerki manna á jörðinni, yngri en fótsporin á tunglinu. Staðsetning verksins Spor er vandlega valin. Verkin eru næstum falin í jörðinni en þau geta leitt áhorfandann í áttina að Surtsey. Á heiðskírum degi má jafnvel koma auga á eyjuna við sjón- deildahringinn í suðri.

 

Þorgerður Ólafsdóttir er myndlistarmaður með aðsetur á Íslandi.  Í verkum sínum veltir hún fyrir sér ýmsum hlutum og fyrirbærum sem eru samofin skilningi okkar á og tengslum við náttúruna þar sem hún mætir, skarast við og er túlkuð sem umhverfi mannsins. Þorgerður tekur þátt í rannsóknarverkefninu Relics of Nature, an Archaeology of Natural Heritage in the High North, sem miðar að því að kanna skilning og birtingarmyndir náttúruarfleifðar í samhengi við loftslagsbreytingar.

Associated events: