Johanna Hedva: Fist - Gjörningur

13.10.2023

–13.10.2023

17:00

–18:00

Á Sequences frumflytur Johanna Hedva lög af nýrri plötu sem eru enn í vinnslu, Fist. Platan er samin á kassagítar sem haldinn er reimleikum, hvarf í tíu ár og birtist svo aftur veturinn 2023. Lögin efnisgerast sem herfu blús, yfirnáttúruleg þjóðlagatónlist og mýrar-norna vögguvísur. Einkennandi rödd Hedvu er þjál- fuð í bæði klassískri óperu og kóresku P’ansori, hán nýtir sér einnig óhugnað með því að krúnka, skrækja, grenja og öskra en er þó á sama tíma lokkandi. Dómsdagsharmur, sundurslitnir líkamar, morðbræði og ástarsorg kemur mönnum á kné.

ATHUGIÐ: Gjörningurinn er mjög hávær. Eyrnatappar verða í boði.

(KR/US)

Johanna Hedva er kóreskur-amerískur rithöfundur og listamaður sem býr í bæði Los Angeles og Berlín. Hán var alið upp í Los Angeles af hópi norna og einkennist ferli háns af bruggun galdra, andasæringum og spádómum í bland við dulrænt ástand, bræði og alsælu ásamt pólitísku ástandi samstöðu og upplausnar.