Johanna Hedva

(KR/US)

Á Sequences frumflytur Johanna Hedva lög af nýrri plötu sem eru enn í vinnslu, Fist. Platan er samin á kassagítar sem haldinn er reimleikum, hvarf í tíu ár og birtist svo aftur veturinn 2023. Lögin efnisgerast sem herfu blús, yfirnáttúruleg þjóðlagatónlist og mýrarnorna vögguvísur. Einkennandi rödd Hedvu er þjálfuð í bæði klassískri óperu og kóresku P’ansori, hán nýtir sér einnig óhugnað með því að krúnka, skrækja, grenja og öskra en er þó á sama tíma lokkandi. Dómsdagsharmur, sundurslitnir líkamar, morðbræði og ástarsorg kemur mönnum á kné.

Johanna Hedva er kóreskur-amerískur rithöfundur og listamaður sem býr í bæði Los Angeles og Berlín. Hán var alið upp í Los Angeles af hópi norna og einkennist ferli háns af bruggun galdra, andasæringum og spádómum í bland við dulrænt ástand, bræði og alsælu ásamt pólitísku ástandi samstöðu og upplausnar. Hvort sem miðillinn er skáldsaga, ritgerð, fræði, ljóð, tónlist, gjörningur, gervigreind, tölvuleikur, innsetning, skúlptúr, teikning eða blekking þá eiga verk Hedvu það sameiginlegt að vera ólíkar birtingarmyndir tungumáls. Orð á blaðsíðu, öskur í rými eða hendi sem rennt er eftir vatnsborðinu.

Associated events:

330738-001 001