Hitabeltisnorðrið – rútuferð með Eddu Kristínu (skráning)

15.10.2023

–15.10.2023

12:00

–17:00

Hvað hugsar fræ þegar það teygir einn anga í átt að miðju jarðar og annan í átt að sólu? Í kjöraðstæðum beinir það orku sinni að jafnvæginu milli þessara átta svo það megi vaxa og dafna. Eins og fyrir töfra. En allt gæti eins farið á síðri veg. 

Leiðangur, eldfjall í víðómi og ósk sem er beint í gegnum loftnet upp í himininn. Teygjanlegar stundir í tíma og rúmi til að finna jafnvægi í sekúndubrot. Safn af litríkum sætum augnablikum, sindrandi súru, smá beiskju, söltu kitli og djúpu frumskógarumami. Þetta gæti allt farið úrskeiðis. En við munum allavega eiga hvort annað að

Brottför frá Sundhöllinni kl. 12:00

Mætið tímanlega 15 mínútum fyrir brottför.

Skráning á Tix.is

Edda Kristín Sigurjónsdóttir (f. 1978) býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar, eða líf þar sem hvort er órjúfanlegt hinu, snýst um að finna hægt og rólega leiðina heim til hjartans – að heiðra það sem er hér og nú. Matur sem efniviður, töfrandi heimur plönturíkisins og trú á mátt þess að óska sér eru henni hugleikin og samofin ólíkum verkefnum hennar.