Helena Jónsdóttir: Rétt að byrja

17.10.2021

–24.10.2021

12:00

–18:00

Videoverkið Rétt að byrja eftir Helenu Jónsdóttur verður frumsýnt á Sequences X.

„Jour“ fyrri hluti orðsins „Journey“ þýðir „dagur“ á frönsku, einnig orðið „ajour“ þýðir ljósop, ljósop sem hleypur ljósinu rétt í gegn.  Seinni hluti orðsins „Journey“„ney“  þýðir á Hebresku „consolation“ eða „huggun“ á íslensku. Með hverjum degi er hægt að finna einhverja huggun í gegnum erfitt ferli eða ferðlag. Og ferðin er rétt að byrja.

Flytjandi:  Laufey Elíasdóttir
Upptaka og lýsing: Dagur Benedikt Reynisson
Hljóðmynd: Daniele Moog Girolamo og Magnus Bergsson
Aðstoð við upptöku: Cel Crabeels
Búningar: Dögg Patricia Gunnarsdóttir

Helena Jónsdóttir lærði við Listdansskóla Þjóðleikhússins og síðar Alvin Ailey í New York. Hún hefur dansað og verið danshöfundur í óteljandi dansverkum í sjónvarpi, bíómyndum og á sviðinu. Hún hefur einnig samið og stýrt dansi í mörgum svokölluðum „physical cinema“ myndum, þar á meðal: Breaking Voices fyrir Listahátíðina í Reykjavík 2002 og nú síðast GONE sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna.  Helena er þekkt fyrir verk sín í Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa myndverk hennar verið sýnd í fjölda listrýma og á hátíðum, innlendum sem erlendum. Hún var tilnefnd sem besti danshöfundurinn á verðlaunahátíð tónlistarmyndbandaframleiðenda í Los Angeles 2001 og vann dansleikhúskeppnina núllsjö/núllsex í júní 2003 með verkinu Open Source.

Auk skapandi verkefna kennir Helena við Listaháskóla Íslands og Listaháskóla Stokkhólms og vinnur alþjóðlega sem fyrirlesari og leiðir vinnustofur. Hún var valin danshöfundur ársins á Íslandi 2017 fyrir vinnu sína við dansmyndir. Auk sinnar eigin vinnu stýrir hún dánarbúi Þorvalds Þorsteinssonar, rithöfundar og listamanns.

© Helena Jónsdóttir