Freyja Reynisdóttir: Abacus– listamannaspjall

17.10.2021

16:00

Freyja Reynisdóttir spjallar við gesti um sýninguna Abacus

Freyja Reynisdóttir (f. 1989) er íslenskur myndlistarmaður sem stundar nú meistaranám í frjálsri myndlist við Listaháskóla Íslands. Freyja lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2014 og  og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Freyja er ein af stofnendum Kaktus sem er samsteypa listamanna á Akureyri og einn umsjónarmaður samvinnuverkefnisins RÓT.