Freyja Reynisdóttir

(IS)

Freyja Reynisdóttir (f. 1989) stundar nú meistaranám í frjálsri myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún notar verk sín til þess að framkvæma gjörningatengdar tilraunir í leit að huglægum sannleikum, þar sem hún telur ferli túlkunar og skynjunar ákjósanlega leið til að eiga í samskiptum um það óyrðanlega en áþreyfanlega í skilningi okkar á sjálfinu og veruleika okkar. Freyja lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2014 og hefur starfað sem myndlistarmaður bæði hér- og erlendis. Auk fjölda sýninga hér á landi hefur hún sýnt verk sín, bæði á einka- og samsýningum í Danmörku, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni. Þá er hún ein af stofnendum Kaktus lista-samsteypunnar á Akureyri og einn umsjónarmaður samvinnuverkefnisins RÓT. 

Ég geri verk út frá mínum eigin hugmyndum um hluti sem ég held að ég viti að ég viti ekki. Ég reyni að nálgast viðfangsefnin í gegnum mín eigin skrif og bý til formúlur og uppskriftir, hluti, teikningar, málverk, innsetningar, hljóð og myndbönd, þar sem hvaða miðill sem hentar hugmyndinni dugar til. Ég nota margs konar aðferðir og bý að aðferðafræði sem ég get ekki alltaf útskýrt en í því liggur gildi þeirra.“

Ég geri verk um skynjun, skilning, skilgreiningar, tungumál, þýðingu sjálfsins og upplifanir.“

Associated events: