Erik DeLuca: Homeland ásamt Sayed Khanoghli, Sönnu Mörtudóttur, Semu Erlu Serdar and Wiola Ujazdowska

18.10.2021

16:00

–18:00

Vinsamlegast skráðu þig hér.

 

Verkið Homeland er fjölþætt verkefni þar sem listamaðurinn Erik DeLuca rannsakar á Þjóðskjalasafninu innflytjendastefnu Íslands, flutninga milli landa og gleymsku í pólitísku samhengi. Verkefnið er einnig leið til að nálgast óþekktar sögur er tengjast sjálfsmynd Eriks, sem afkomandi eftirlifenda/fórnarlamba helfararinnar.

Í forgrunni verksins er Eftirlit með útlendingum á Íslandi (1935-1941), stafrænt skjalasafn sem Erik setti saman og afhjúpar fyrstu áætlun Íslands í innflytjendamálum. Sú áætlun miðaði að því að hafna umsóknum hælisleitenda af gyðingaættum um landvistarleyfi á Íslandi á meðan á helförinni stóð.

Á sequences er verkið gjörningur í fyrirlestrarformi og pallborðsumræður þar sem Sayed Khanoghli, Sema Erla Serdar, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Wiola Ujazdowska taka þátt. Einnig felur verkið í sér ljóð eftir Melittu Urbancic frá Austurríki, en hún var ein af fáum gyðingum sem fékk landvistarleyfi á meðan á helförinni stóð og melgresi, sökum mikilvægra eiginleika plöntunnar við uppgræðslu og landbætur.

Erik DeLuca er mynd- og tónlistarmaður sem vinnur með gjörninga, skúlptúr og texta, í samræðu við samfélagslegar venjur og gagnrýni. Verk hans hafa verið sýnd víða, meðal annars í MASS MoCA, Listaskólanum í Chicago, Sweet Pass skúlptúrgarðinum, The Contemporary Austin, Nýlistasafninu í Reykjavík, Columbia-listaskólanum, Skowhegan-listaskólanum, CalArts, Bemis nýlistamiðstöðinni, Fieldwork: Marfa og Yale-listaháskólanum. Skrif hans hafa verið gefin út í Public Art Dialogue (Taylor & Francis), Organised Sound (Cambridge University Press), Leonardo Music Journal (MIT Press) og Mousse. Hann lauk doktorsnámi í tónlist frá Virginiuháskóla (2016), dvaldi í Myanmar með styrk frá Asíska menningarráðinu (2018) og kenndi við Listaháskólann í Reykjavík (2016-18). Nú um stundir er hann gestaprófessor við tónlistar- og margmiðlunardeild Brown-háskólans og heldur fyrirlestra í grunnámi við Rhode Island hönnunarskólann.