Erik DeLuca

(US)

Erik DeLuca er mynd- og tónlistarmaður sem vinnur með gjörninga, skúlptúr og texta, í samræðu við samfélagslegar venjur og gagnrýni. Verk hans hafa verið sýnd víða, meðal annars í MASS MoCA, Listaskólanum í Chicago, Sweet Pass skúlptúrgarðinum, The Contemporary Austin, Nýlistasafninu í Reykjavík, Columbia-listaskólanum, Skowhegan-listaskólanum, CalArts, Bemis nýlistamiðstöðinni, Fieldwork: Marfa og Yale-listaháskólanum. Skrif hans hafa verið gefin út í Public Art Dialogue (Taylor & Francis), Organised Sound (Cambridge University Press), Leonardo Music Journal (MIT Press) og Mousse. Hann lauk doktorsnámi í tónlist frá Virginiuháskóla (2016), dvaldi í Myanmar með styrk frá Asíska menningarráðinu (2018) og kenndi við Listaháskólann í Reykjavík (2016-18). Nú um stundir er hann gestaprófessor við tónlistar- og margmiðlunardeild Brown-háskólans og heldur fyrirlestra í grunnámi við Rhode Island hönnunarskólann.

Associated events: