498 seconds

16.10.2021

–24.10.2021

Sýning á bókverkinu 498 seconds, ásamt innsetningu eftir Rebeccu Erin Moran, 498 sekúndur. Tíminn sem það tekur ljós að ferðast frá sólu til Reykjavíkur í októbermánuði. Um bókina hlykkist rönd af ljósnæmri emulsion á breidd við þumalputta listamannsins. Eigandi bókarinnar öðlast vald yfir verkinu, en þartil bókinni er lokið upp er verkið í dvala. Um leið og hún er opnuð og ljósið fær að flæða um síðurnar, fer ferlið af stað og línan framkallast. Bókverkið er gefið út í 21 eintaki. Bókverkið er byggt á samnefndu verki Morans sem hún setti upp í Kling & Bang fyrir Sequences listahátíðina í Reykjavík árið 2017.

@in_volumes_publishing

© Rebecca Erin Moran