Valgerður Briem

(IS)

Í myndaröð eftir Valgerði Briem virðist það vera áferðin á gróðrinum og laufskrúðið, sem endurspeglar bergmyndanir landsins. Eitt endurspeglar annað og myndar samsvörun. Áhrifin eru líkust því að horft sé ofan í mosagróið hraun, sundurskorið af sprungum og gjótum. Hvert einstakt munstur er þróað með þrotlausri vinnu í ótal skissum uns lokaútgáfa fæst og hugmyndir sem kviknuðu í vinnuferli skráðar.

Listamaðurinn og myndlistarkennarinn Valgerður Briem (f.1914, d. 2002) naut mikillar virðingar fyrir kennsluhætti sína. Hún var frumkvöðull í sínu fagi og lagði sterka áherslu á að nemendur sínir hefðu skynjun og tjáningu í fyrirrúmi við gerð verka sinna. Í list sinni vann hún aðallega við teikningu. Hún bjó til stóra klasa af blekskissum þar sem hún vann með ýmis þemu. Verkin voru að mestu óþekkt á meðan hún lifði.

Associated events: