Uku Sepsivart

(EE)

Uku Sepsivart (f. 1988) býr og starfar í Tallinn. Hann er þekktur fyrir skúlptúra sem innleiða býflugur, fugla og önnur (smá) dýr sem meðhöfunda. Í list sinni leitast hann við því að líkja eftir náttúrulegum ferlum og finnur leiðir til að vinna með náttúrunni að sköpun. Af ásettu ráði vinnur hann hægt og setur traust sitt í tímann sem það tekur náttúruna að vinna sitt verk, þar af leiðandi eru verk hans ekki oft til sýnis. Nýlega hefur hann sett upp saltskúlptúr í skóginum í Pähni Suður-Eistlandi fyrir villt dýr til að móta.

Í myndbandsverkinu Verkefni Michelangelo má sjá fugla taka þátt í gerð verksins. Verkið dregur innblástur frá setningu Michelangelo: „Inni í hverju einasta efni má finna skúlptúr, það er þó verkefni myndhöggvarans að fjarlægja burt aukaefnið til að draga fram skúlptúrinn.“ Þá má því líta svo á að fuglarnir gegni hlutverki myndhöggvarans í verkinu og éti burt aukaefnið til að draga fram skúlptúrinn sem býr innan þess.

List í almannarými

Verkefni Michelangelo, 2017/2023.
Svína- fita, hveiti, rúgmjöl, sólblóma- fræ, maíssterkja, kartöflumjöl, plaster. Skúlptúrinn breytist yfir tíma.

Staðsetning: Hljómskálagarðurinn

Associated events: