Tunglið forlag

(IS)

Tunglið kallar á skáldskap og Tunglið forlag svarar kallinu með útgáfu tunglbóka. 

Á Tunglkvöldum eru allar dyr opnar, allan tímann, því hið föla skin tunglsins hlífir engum.

Um árabil hefur Tunglið forlag gefið út bækur (þýddar og frumsamdar), hljómplötur (með og án platna í umslaginu), ljóðaveggspjöld, haldið út vef fyrir smásögur ungra höfunda auk þess að gefa út Ljóðbréf Tunglsins tvisvar á ári og standa fyrir bókmenntagerningum og Tunglkvöldum með óreglulegu – og ófyrirsjáanlegu – millibili. 

Tunglbækur eru utan flokka, þær eru hvorki hitt né þetta. Þær eru örlítið minni en venjulegar bækur að broti til og öðruvísi að innihaldi einnig. Tunglkvöld eru farvegur fyrir útgáfu á skáldskap  sem passar annars illa inn í mót hefðbundinnar bókaútgáfu. Meðal höfunda fyrri Tunglbóka eru Kristín Ómarsdóttir, Anne Carson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Páll Ivan frá Eiðum, Ragnar Helgi Ólafsson, Pétur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Björk Þorgrímsdóttir, Robert Currie, Hermann Stefánsson, Óskar Árni Óskarsson, Dóri DNA, Atli Sigþórsson (Kött Grá Pje) og Andri Snær Magnason svo nokkrir séu nefndir. 

Associated events: